Frístundastarf sumarið 2017

 

Grunnskóli Húnaþings vestra

Frístundastarfið er hugsað fyrir nemendur í 1. – 4. bekk. (fædd 2007 – 2010) Foreldrar verðandi nemenda í 1. bekk næsta haust geta skráð börn sín í frístundastarf eftir sumarfrí (fædd 2011).

Innifalinn er efniskostnaður, morgun- og síðdegishressing og þjálfarar sækja nemendur á æfingar.

Stakir dagar kosta 2.090 kr., (1.045 kr. hálfur dagur) og hádegismatur 523 kr.

Gjald fyrir staka viku sem pöntuð er fyrir 15. maí er kr. 12.285 með mat.

Sjá nánari gjaldskrá á heimsíðu skólans og þar skal panta frístund rafrænt.

Mæting án skráningar (að því gefnu að hægt sé að taka á móti viðkomandi) er 2600 kr. pr. dag (sama gjald fyrir hálfan og heilan dag). Matur bætist við gjaldið.

  1. Fyrir sumarfrí:

6. júní til 4. júlí.

  • Allan daginn
    • frá kl. 8:00 – 16:00  alla dagana,21 dagur,  48.732 kr. með hádegismat
  • Hálfan daginn
    • Fyrir eða eftir hádegi, 21 dagur,  29.239 kr. með hádegismat.
  1. Eftir sumarfrí:

3. - 22. ágúst

  • Allan daginn
    • frá kl. 8:00 – 16:00  alla dagana, 13 dagar, 30.167 kr. með mat.
  • Hálfan daginn
    • Fyrir eða eftir hádegi, 13 dagar, 18.100 kr. með mat.

 

Systkinaafsláttur er 50% með öðru barni, frítt fyrir þriðja barn. Hægt er að nýta frístundakort Húnaþings vestra.

Tekið er á móti skráningum til og með 19. maí  nk.  Ekki verður hægt að tryggja þátttöku í frístundastarfinu komi skráningar eftir þann tíma.

Skráning fer fram á heimasíðu skólans, undir eyðublöð og þar má einnig nálgast gjaldskrá.

Frekari upplýsingar á netfanginu grunnskoli@hunathing.is