Frístundastarf í Grunnskóla Húnaþings vestra sumari 2017

Frístundastarf í Grunnskóla Húnaþings vestra sumari 2017

1. - 4. bekkur

Sumrinu í frístund er skipt upp í 8 tímabil, sem rammast inn af virkum dögum í hverri viku. Ýmislegt tilheyrir daglegu starfi s.s. íþróttaæfingar hjá Kormáki, frjáls leikur, gefa heimalningum, gönguferðir, vettvangsferðir og heimsóknir,  föndur, skipulagðir leikir lærðir, hjóladagar, tónlist og fleira. Hádeigsmatur verður í leikskóla en einu sinni í viku munu nemendur og starfsfólk útbúa hádegismat saman.

Til viðbótar við það eru mismunandi áhersluþættir eftir tímabilum og unnið nánar með þá. Þessir áhersluþættir eða þemu eru (með fyrirvara um breytingar v. veðurs o.þ.h.)

Síðasti skráningardagur er 24. maí, undir flipanum eyðublöð. Þar má einnig sjá verðskrá.

 

1. tímabil - 6. - 9. júní            Bátagerð og fleyting

2.  tímabil - 12. - 16. júní       Víkinga- og riddarabúningar og leikborg breytt í kastala.

3.  tímabil - 19. - 23. júní       Búið til þorp á sparkvelli.

4. tímabil - 26. - 30. júní        Pappamassi og náttúrutengd skoðun.

5. tímabil - 3. og 4. júlí          Handbrúðugerð

6. tímabil -  3. og 4. ágúst      Málun - þekjulitir og vatnslitir.

7. tímabil - 8. - 11. ágúst       Hella- og gangnagerð á skólalóð/brú.

8. tímabil - 14. - 18. ágúst     Gifssteypa