- HAGNÝTAR UPPLÝSINGAR
- Eyðublöð
- Nám & kennsla
- Nemendur og foreldrar
- STEFNUR OG ÁÆTLANIR
- Menntastefna Húnaþings vestra
- FRÆÐSLUEFNI
Foreldrar og forráðamenn
Frístundin opnar degi fyrr en áætlað var þar sem námskeiði starfsmanna leik- og grunnskóla um innleiðingu á jákvæðum aga hefur verið frestað um óákveðinn tíma vegna COVID-19. Báðar stofnanir opna kl. 10:00 fimmtudaginn 13. ágúst. Starfsfólk mun undirbúa móttöku nemenda eftir sumarfrí frá 8:00 - 10:00.
Stefnt er að því að halda námskeiðið síðar þegar samkomutakmarkanir leyfa og þá verður leikskóli og frístund lokuð. Ekki er vitað á þessari stundu hvenær það gæti orðið en verður auglýst með góðum fyrirvara.
COVID fjörið heldur áfram og minnt er á að 2 metra fjarlægðarregla er í gildi og foreldrar minntir á að virða hana við aðra foreldra við komu í skólana og við starfsfólk. Meðan sú regla er í gildi geta foreldrar ekki komið inn í skólann.
Nemendur sem ekki eru skráðir í sumarfrístund óskast skráðir á netfangið grunnskoli@hunathing.is. Eyðublað fyrir frístund eftir skólabyrjun verður auglýst sérstaklega í næstu viku.
Skólasetning verður mánudaginn 24. ágúst og tekið verður mið af samkomutakmörkunum með hvaða hætti skólasetning verður. Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá annað hvort 24. ágúst eða 25. ágúst.
Skólastjórnendur
Kirkjuvegi 1
Sími 455-2900 Frístund: 895-2915 |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 455-2900 / grunnskoli@skoli.hunathing.is