- HAGNÝTAR UPPLÝSINGAR
- Eyðublöð
- Nám & kennsla
- Nemendur og foreldrar
- STEFNUR OG ÁÆTLANIR
- Menntastefna Húnaþings vestra
- FRÆÐSLUEFNI
Við hjá Grunnskóla Húnaþings vestra erum afar stolt af Freyju Lubinu Friðriksdóttur, fyrrverandi nemanda skólans, sem keppir fyrir Íslands hönd í húsasmíði á EuroSkills 2025 – Evrópumóti ungs starfsfólks. Keppnin fer fram í Herning í Danmörku dagana 9.–13. september 2025.
EuroSkills er stærsta starfsmenntakeppni Evrópu þar sem yfir 600 keppendur frá um 30 löndum etja kappi í 38 ólíkum greinum – allt frá trésmíði og rafvirkjun til hönnunar, matargerðar, þjónustu og hársnyrtingar.
Freyja lauk námi í húsasmíði frá Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra og undirbúningur hennar fyrir keppnina hefur staðið yfir frá febrúar. Hún hefur æft sig markvisst í verklegum þáttum keppninnar og einnig sótt fyrirlestra í andlegri uppbyggingu til að styrkja sig fyrir þær krefjandi aðstæður sem keppnin býður upp á.
Við óskum Freyju innilega velfarnaðar í keppninni og fylgjumst með stolti með framgöngu hennar í Danmörku! 🌟
Hér má sjá myndband af viðtali við Freyju.
Kirkjuvegi 1
Sími 455-2900 Frístund: 895-2915 |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 455-2900 / grunnskoli@skoli.hunathing.is