Framúrskarandi árangur hjá Guðmari

Ljósmynd: Anja Mogensen
Ljósmynd: Anja Mogensen

Guðmar Hólm heldur áfram að uppskera í hestamennskunni.

Guðmar varð Norðurlandameistari árið 2024 í gæðingakeppni á stóðhestinum Eyvar frá Álfhólum og hlutu þeir í einkunn 8,676.

Í ungmennaflokki í 100 metra skeiði á Guðmar besta tíma ársins á Alviðru frá Kagaðarhóli. Tími þeirra er 7,38 sekúndur, settur á Íslandsmóti í Víðidalnum í Reykjavík.

Guðmar svaraði fyrir okkur fáeinum spurningum.

Hver er lykillinn að góður árangri: Lykillinn að árangri er að gefast ekki upp, halda áfram sama hvað gerist og alveg sama hversu erfitt það er maður þarf að vilja berjast fyrir sínu og vilja læra og bæta sig á hverjum degi.

Hvað finnst þér skemmtilegast við hestamennskuna: Það sem mér finnst skemmtilegast við hestamennskuna er þessi tenging sem maður nær við hestinn og finna það hvað hesturinn vill gera allt fyrir mann þegar á reynir.

Hvað gerir þú þegar þú ert ekki að vinna í kringum hestana: Ég er alla daga vikunnar allan daginn og fram á kvöld að vinna í hesthúsinu og nýti frítímann sem ég hef í það að vera með fjölskyldu og vinum.

Hvað færðu þér í morgunmat: Það er fjölbreytt hvað ég fæ mér í morgunmat, það getur verið allt frá brauði með marmelaði og osti yfir í Weetos morgunkorn.

Við þökkum Guðmari fyrir spjallið.  Frábær fyrirmynd sem við óskum áframhaldandi velgengni.  Það er alltaf svo gaman að fylgjast með fyrrum nemendum elta drauma sína.