Framundan hjá nemendum

Það var gaman að fá nemendur til skóla í þessari viku og glaðlegir endurfundir hjá mörgum. Kennarar hafa nú verið að gera smávægilegar breytingar á framkvæmd kennslunnar í ljósi reynslu þessarar viku, sérstaklega með tilliti til úthalds í námi þegar nemendur eru í stofu allan tímann. 

 

Foreldrar eru beðnir að ræða við börn sín um að virða 2 metra fjarlægðareglu utan skólatíma. Það er farið að bera meira og meira á því að nemendur hópist saman mjög þétt. Þetta á sérstaklega við unglingastig en á öðrum stigum einnig. Það getur verið gagnlegt að benda þeim á að í kennslustofu gildir ekki 2 metra fjarlægð en utan skóla mega engir vera nær öðrum en tvo metra. Samfélagið hefur staðið sig vel í að virða sóttvarnareglur og nú reynir á að halda út til 4. maí.

 

Það skerta skólastarf sem fór af stað í byrjun vikunnar hefur gengið vel og í næstu viku ættu að liggja fyrir frekari upplýsingar um hvað “eðlilegt” skólahald þýðir frá og með 4. maí. Kennarar hafa sinnt fjarkennslu, kennslu á ákveðnum dögum fyrir hvert stig og stuðningstímum þess á milli. 

 

Umsjónarkennarar hringja í nemendur (eða tala við á netinu) að lágmarki einu sinni í viku ef þeir hitta þá ekki í skólanum. Ef það hefur misfarist eða frekari upplýsinga er óskað er bent á að hafa samband við viðkomandi umsjónarkennara.



Stundaskrá fyrir vikuna 20. - 24. apríl.

 Góða helgi

Skólastjórnendur