Framsagnarkeppni

Framsagnarkeppnin var haldin í skólanum í síðustu viku. Þar kepptust nemendur 7. bekkjar um þátttökurétt í framsagnarkeppni grunnskólanna í Húnavatnsþingi sem haldin verður í Blönduskóla 31. mars.

Keppnin var haldin í Hvammstangakirkju og keppendum og foreldrum boðið upp á veitingar í matsal að keppni lokinni. 

Bragi Hólmar Guðmundsson hlaut 1. sæti, Fríða Marina Magnúsdóttir 2. sæti og Valdís Freyja Magnúsdóttir 3. sætið. Ísey Lilja Waage er varamaður. 

Við óskum þeim til hamingju og velgengni í keppninni framundan.