Framhaldsprófstónleikar

Ingi Hjörtur Bjarnason er að ljúka framhaldsprófi í klassískum söng frá Tónlistarskóla Húnaþings vestra. Hluti að því að klára þann áfanga er að halda tónleika en tónleikarnir verða hvítasunnudag, 19. maí kl. 17:00 í Melstaðarkirkju. Meðleikari hans á tónleikunum er Elinborg Sigurgeirsdóttir. Tónleikarnir eru opnir öllum og frítt inn. Ég hvet þá sem tök hafa á að koma og fagna þannig þessum stóra áfanga með Inga Hirti.  

Tónlistarskóli Húnaþings vestra óskar Inga Hirti hjartanlega til hamingju með framhaldsprófið og tónleikana.