- HAGNÝTAR UPPLÝSINGAR
- Eyðublöð
- Nám & kennsla
- Nemendur og foreldrar
- STEFNUR OG ÁÆTLANIR
- Menntastefna Húnaþings vestra
- FRÆÐSLUEFNI
Í starfi umboðsmanns barna er skýr áhersla lögð á 12. gr. Barnasáttmálans, og unnið að því markmiði að við mótun stefnu og töku ákvarðana sem varða börn verði ávallt leitað eftir og tekið tillit til sjónarmiða þeirra, enda búa börn yfir einstakri reynslu og þekkingu sem og innsýn í málefni og reynsluheim barna.
Við lifum á sögulegum tímum þar sem ýmsar samfélagslegar breytingar hafa orðið í kjölfar þess faraldurs sem nú stendur yfir. Umboðsmaður barna vill gjarnan heyra frá börnum og fá þeirra sýn og reynslu af því að vera barn á þessum tímum.
Í samstarfi við KrakkaRÚV vinnur umboðsmaður barna að nýju verkefni undir heitinu „Áhrif kórónuveirunnar á líf barna“. Tilgangur þess er að safna saman frásögnum barna um líðan þeirra og reynslu af þeim breytingum sem kórónufaraldurinn hefur haft á daglegt líf svo sem skólagöngu barna, þátttöku í tómstundum og aðstæður þeirra heima fyrir. Þannig sköpum við mikilvæga samtímaheimild um leiðir barna til að takast á við samfélags áhrif heimsfaraldurs og áður óþekktar aðstæður.
Frásagnirnar geta verið af ýmsum toga og á þann máta sem hentar hverjum og einum. Við viljum gjarnan fá myndbönd en einnig er hægt að senda inn ljóð, ritaðar hugleiðingar, hljóðbrot, hlaðvörp, teikningar, viðtöl o.s.frv. Tekið er við efni á netfanginu barn@barn.is. Stórar skrár er hægt að senda á sama netfang í gegnum WeTransfer.
Einnig er hægt að nota þetta form til að skila inn skrifuðu efni eða hugleiðingum - https://forms.gle/pEBTQ22BRf6KEZnZ8
Tekið er á móti efni til 21. maí nk.
Veturinn 2009 – 2010 stóð umboðsmaður barna fyrir sambærilegu verkefni sem bar heitið „Hvernig er að vera barn á Íslandi?“. Þá bárust okkur rúmlega þúsund teikningar og frásagnir barna sem voru að alast upp á tímum efnahagsþrenginga. Við vonumst til að fá jafn góðar undirtektir í þetta sinn og hlökkum til að heyra frá börnunum.
Ef óskað er frekari upplýsinga má svara þessum pósti eða senda tölvupóst á barn@barn.is. Einnig er hægt að hringja í síma 552-8999 eða 862-6999.
Með kærri kveðju,
Salvör Nordal,
umboðsmaður barna
Kirkjuvegi 1
Sími 455-2900 Frístund: 895-2915 |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 455-2900 / grunnskoli@skoli.hunathing.is