- HAGNÝTAR UPPLÝSINGAR
- Eyðublöð
- Nám & kennsla
- Nemendur og foreldrar
- STEFNUR OG ÁÆTLANIR
- Menntastefna Húnaþings vestra
- FRÆÐSLUEFNI
Kæru nemendur, foreldrar og forráðamenn.
Umsókn um skólavist fyrir veturinn 2025 - 2026 er hafin!
Opið er fyrir umsóknir til 12. maí 2025, vinsamlegast sækið um fyrir þann tíma.
Við bjóðum upp á nám á píanó, gítar, bassa, ukulele, trommur, þverflautu, blokkflautu og söng.
Hægt er að skrá nemendur fædda 2020 og 2021 í forskóla tónlistarskólans. Kennsla fer fram á skólatíma, einu sinni í viku 30 mín. í senn. Leikskólinn og tónlistarskólinn vinna saman að því að finna tíma sem hentar til kennslu.
Auk þessa verður hægt að skrá sig í hóptíma þar sem lögð er áhersla á samspil þar sem notast er við ýmis hljóðfæri sem henta hópnum og mynda þannig litlar hljómsveitir. Þetta er annar veturinn sem við bjóum upp á þetta val en við erum ánægð með hvernig til hefur tekist eftir reynsluna núna í vetur.
Ég vona sannarlega að við getum tekið við öllum sem vilja skrá sig í tónlistarnám næsta vetur.
Öllum umsóknum verður svarað fyrir 30.maí 2025. Þeir sem mögulega komast ekki að í skólann fara á biðlista hjá okkur.
Skráning fer fram í gegnum TónVisku, hér er slóðin:
https://tonviska.is/form/95/72rho8a04y8e2ce4/
Til að fá frekari upplýsingar þá er velkomið að hitta skólastjóra, hringja eða senda tölvupóst.
Sími hjá Pálínu er: 8677159 og netfangið er: palinaf@skoli.hunathing.is
Bestu kveðjur,
Pálína Fanney Skúladóttir, skólastjóri Tónlistarskóla Húnaþings vestra.
Kirkjuvegi 1
Sími 455-2900 Frístund: 895-2915 |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 455-2900 / grunnskoli@skoli.hunathing.is