Frá mentor

Á hverju hausti fáum við allskyns fyrirspurnir frá notendum sem eru ýmist að byrja að nota kerfið okkar eða hafa notað
það áður en lenda í einhverjum vandræðum. Hér eru hagnýtar upplýsingar fyrir ykkur um Mentor kerfið.
Leitaðu ávallt til skólans sem barnið þitt er í ef þú lendir í vandræðum í Mentor. Ef skólinn getur ekki leist málið getur
hann haft samband við Mentor og fengið aðstoð.


Minn Mentor
Aðstandendur og nemendur eiga sitt heimasvæði á Mentor sem við köllum Minn Mentor. Hver og einn fer inn á sinni kennitölu og
lykilorði þar sem hægt að fylgjast með skólagöngu hjá barninu þínu. Til að komast á þitt heimasvæði ferð þú á heimasíðu Mentors
www.infomentor.is og smellir á „Innskráningu“. Notendanafnið er kennitalan þín. Ef þú hefur gleymt lykilorðinu þínu eða ert nýr
notandi getur þú smellt á „Gleymt lykilorð“ og slegið inn þinni kennitölu. Þá færðu nýtt lykilorð sent í tölvupósti á netfangið þitt sem
skráð er í Mentor. Ef þú færð lykilorðið ekki sent þarftu að hafa samband við skólann og athuga hvort skráning þín sem
aðstandanda sé rétt og hvort rétt netfang sé skráð. Hafðu samband við skólann ef það þarf að leiðrétta upplýsingarnar.
Hér fyrir neðan eru hlekkir á myndbönd með leiðbeiningum fyrir foreldra:

Hvernig aðstandendur nálgast lykilorð að Mentor Sjá myndband.

Stillingar aðstandenda, hvaða uppýsingar mega aðrir aðstandendur í bekknum sjá um mig Sjá myndband
Minn Mentor, Hvernig virkar kerfið fyrir mig? Sjá myndband

Stillingar
Þegar þú hefur skráð þig inn getur þú stillt þínar friðhelgisstillingar. Til að gera svo, smellir þú á nafnið þitt í hægra horninu og velur
persónuvernd. Þar getur þú stillt hvaða upplýsingar þú vilt að séu sýnilegar fyrir aðra aðstandendur í bekkjarlista. Eldri notendur í
kerfinu eru með flestar stillingar opnar en nýir notendur þurfa að stilla þetta sjálfir vegna nýrra persónuverndarlaga. Nafn
aðstandanda er sýnilegt en aðrir þættir ekki. Aðstandandi velur þá möguleika sem hann vill að birtist öðrum á bekkjarlista
barnsins/barnanna. Það er gert með því að smella á reitina með tölunni 0 og þá breytist dálkurinn, verður fjólublár og sýnir töluna 1.
Sjá myndband
Nýjar færslur
Í byrjun september geta aðstandendur og nemendur fengið upplýsingar um nýjar færslur í Mentor
eins og t.d. um nýtt námsmat, nýja skráningu í heimavinnu ofl. með því að smella á nýja hnappinn
„bjölluna“.