Fjörugur náttúrufræðitími í dag

​8. og 9. bekkur hefur verið að læra um mannslíkamann í náttúrufræði.  Við erum búin að fjalla um frumur, meltingu og öndun, blóðrásina og ýmislegt þessu tengt.  Í dag var svo "krufningartími" þar sem verið var að skoða líffæri (þó ekki úr mönnum) heldur lömbum og var sláturhúsið svo frábært að gefa okkur líffæri til að skoða.  Við skoðuðum hjarta, nýru, lifur og lungu og var óhætt að segja að þetta vakti alls konar viðbrögð...og mikinn áhuga :)

Sólrún