Erasmus+ verkefnið á Hvammstanga

Í vikunni 15.-19. september var Erasmus+ vikan og þá komu fjórir nemendur frá Danmörku og fimm frá Tyrklandi ásamt kennurum og heimsóttu okkur í Grunnskóla Húnaþings vestra. Þessa vikuna lögðum við lokahönd á verkefnið sem við höfum verið að vinna að frá því í desember í fyrra. Viðfangsefni vikunnar voru af ýmsum toga, t.d. að búa til kynningar, veggspjöld, að ræða málin í hlutverkaleikjum, ratleikur, ferð í Blönduvirkjun og margt fleira. Þessa vikuna var því lítil sem engin hefðbundin kennsla hjá unglingastiginu þar sem allir nemendur þess voru þátttakendur í vinnunni. Vikan endaði svo á því á föstudeginum kynntum við afrakstur vikunar í skólanum, höfðum pallborðsumræður og fengum fyrirlestur frá Söndru frá Selasetrinu um seli og líffræðilegan fjölbreytileika. Svona vikur eins og þessi og verkefni eins og þetta eru mjög skemmtilegar og opna augu manns fyrir því sem er að gerast í heiminum og hvernig við getum haft áhrif á það. Mælum með !   

 

Bríet Anja Birgisdóttir

Emelía Íris Benediktsdóttir

Herborg Gróa Hannesdóttir

Ronja Dís H.Granquist