Endurskoðun símareglna

Síma- og snjalltækjareglur



  1. Í Grunnskóla Húnaþings vestra skulu nemendur ekki nota síma á skólatíma, hvorki í skólanum eða á skólalóð. Leiðin milli sundlaugar og skóla telst til skólalóðar.

 

  1. Nemendur mega koma með síma í skólann og mega nemendur 8.-10. bekkjar vera með hann á sér fram að fyrstu kennslustund. Velji nemandi að taka farsíma með sér í skólann skal hann, ásamt fylgihlutum, geymdur í skólatösku, ekki í fatnaði/vösum eða á borði. Farsími skal stilltur á flugstillingu eða slökkt á hljóði og titring.

 

  1. Einstaka kennarar geta leyft símanotkun í sínum tímum vegna náms og er það bundið við kennslustofuna í þann tíma sem kennari ákveður svo.

 

  1. Nemendum er heimilt að nota spjald- og fartölvur í námi með samþykki kennara. Þá skulu nemendur tryggja að slík tæki séu ekki tengd samfélagsmiðlum í skólanum og ávallt geymd í kennslustofum á milli kennslustunda.

 

  1. Snjallúr skulu þannig stillt á skólatíma og í frístund að þau gefi ekki frá sér hljóð og ekki sé hægt að hringja í þau, úr þeim eða hlustað.

 

  1. Í styttri ferðum nemenda, s.s. gönguferðum er nemendum ekki heimilt að nota síma en þá skal starfsfólk taka með sér síma. Í lengri ferðum er nemendum heimilt að nota síma ef slíkt er tilgreint í ferðaáætlun.

 

  1. Í Grunnskóla Húnaþings vestra skal starfsfólk ekki nota síma meðal nemenda, hvorki í frímínútum eða í kennslustundum. Undantekning frá þessari reglu er starfsfólk frístundar sem skylt er að hafa frístundar farsíma við höndina og svara í hann þegar foreldrar hringja. Skólastjórnendum er heimilt að vera með síma sem símtöl flytjast í ef enginn er við á skrifstofu. Einnig er kennurum heimilt að nota síma sem kennslutæki.

 

  1.  Farsímar eru ávallt á ábyrgð eigenda sinna.

 

Undanþága gildir um nemendur sem af læknisfræðilegum ástæðum þurfa að hafa síma á sér. Þarf þá að skila inn vottorði um slíka undanþágu.

Brjóti nemandi reglurnar skal honum boðið að velja á milli þess að:         

a) afhenda símann, sem verður geymdur á skrifstofu skólastjórnenda til loka skóladags nemandans.             

b) fara á skrifstofu skólastjórnenda og bíða þar uns foreldri hefur komið í skólann til að ljúka afgreiðslu málsins.

 

Reglurnar voru samþykktar af fræðsluráði 1. febrúar 2023.

https://grunnskoli.hunathing.is/is/nemendur/skolareglur/sima-og-snjalltaekjareglur