Endurskoðun á símareglum

Endurskoðun símareglna í Grunnskóla Húnaþings vestra.

Í samræmi við bókanir fræðsluráðs og skólaráðs þegar símareglur tóku gildi mun endurskoðun á þeim fara fram í janúar 2019.

Verklag við endurskoðun:

Þeir sem koma að endurskoðun

  • Nemendur
  • Starfsfólk
  • Foreldrar
  • Fræðsluráð
  • Skólaráð

 

Skólastjóri leggur til að SVÓT greining fari fram hjá nemendum og starfsfólki og kallað eftir skoðunum foreldra á símareglum.

Nemendur fái kynningu á SVÓT greiningu og hver og einn nemandi skili nafnlausu greiningarblaði í 5. – 10. bekk í kennslustund.

SVÓT greining felur í sér að skoða styrkleika, veikleika, ógnanir og tækifæri.

Starfsfólk skólans skili greiningu sem einstaklingar eða hópar.

Skólastjóri taki saman niðurstöður og kynni í fræðsluráði og skólaráð taki svo ákvörðun um hvort og hvernig breyta þurfi símareglum skólans í samræmi við niðurstöður greiningar og ábendinga.

Ofangreint verklag var samþykkt á kennarafundi 16. janúar 2016, þeir sem vilja gera atugasemdir við verklagið geri það fyrir 22. janúar 2019.

 

 Sigurður Þór Ágústsson

 Skólastjóri Grunnskóla Húnaþings vestra