Endurnýjun húsgagna fyrir nemendur

Í samráði við nemendaráð er búið að panta ný húsgögn í sameiginleg biðrými nemenda. Um er að ræða breytingar á tölvukennslu og stefnt er að því að færa hana inn í stofur í stað þess að hafa á ganginum. Þá skapast aukið seturými fyrir nemendur í frímínútum. 

Nú þegar hefur borðennistborði verið komið fyrir í suðurenda og þangað koma svo nýir bekkir,  setupullur og grjónapúðar. Á norðurgang kemur sveigður bekkur, setupullur og til stendur að smíða í samvinnu við nemendur burstir með bólstruðum bekkjum. Kostnaður við þessar endurbætur nemur hátt í fjórum milljónum króna og nemendafélagið fjármagnar um helming þess kostnaðar.

Á myndinni hér til hægri má sjá skipulag setusvæðis nemenda.