Drög að skóladagatali 2024-2025

Hér má sjá drög að skóladagatali Grunn- og Tónlistarskóla Húnaþings vestra fyrir næsta skólaár. Hægt er að koma athugasemdum við skóladagatalið til skólastjóra til og með 15. mars á netfangið eydisbara@skoli.hunathing.is. Nokkrar breytingar eru gerðar frá síðustu árum og eru þær helstar:

  • Árshátíð færð til um viku. Ástæða þess er að uppbrotsdagar fyrir árshátíð hafa yfirleitt hitt á Baráttudag gegn einelti sem er 8. nóvember og því lítið eða ekkert verið hægt að gera í tengslum við þann dag.

  • Starfsdagur sem verið hefur fyrir viðtalsdag í október er færður. Ástæða þess er helst sú að þar sem ekki er um námsmat að ræða telja stjórnendur ekki nauðsynlegt að starfsdagurinn sé daginn fyrir viðtalsdag og myndi nýtast betur í endurmenntun starfsfólks á öðrum tíma.

  • Menntabúðir verði á öllum stigum. Það gæti þó átt eftir að hnika þeim eitthvað til. Þar er um að ræða einn seinnipart fyrir hvert stig þar sem nemendur, foreldrar og starfsfólk skólans koma saman þar sem skólastarfið er kynnt. Menntabúðirnar teljast sem einn tvöfaldur dagur. 

  • Skólaslitadagur verði tvöfaldur dagur. Vorhátíð verði endurvakin og skólaslit verði svo seinni part þann sama dag.

  • Verið er að skoða hvort bjóða eigi upp á frístund í jóla- og páskafríi en undanfarin ár hefur skráning í jóla- og páskafrístund yfirleitt verið það dræm að ekki hefur verið hægt að hafa hana opna. Við óskum eftir því að þið takið þátt í könnun til að meta hver þörfin er á að vera með opna frístund í jóla- og páskafríi. Smellið hér til að taka þátt í könnuninni.

 

Skólastjórnendur