- HAGNÝTAR UPPLÝSINGAR
- Eyðublöð
- Nám & kennsla
- Nemendur og foreldrar
- STEFNUR OG ÁÆTLANIR
- Menntastefna Húnaþings vestra
- FRÆÐSLUEFNI
Föstudaginn 2. október tóku nemendur þátt í dansfjöri gegn einelti í skólanum. Nemendum var blandað þvert á aldur, einn til tveir bekkir af hverju stigi saman í hóp. Jón Pétur Úlfljótsson danskennari lét hvern hóp vinna saman þvert á aldur og fjallaði um mikilvægi fyrirmyndir eldri nemenda, mátt samstöðunnar og gildi þess að öllum líði vel.
Þegar hver hópur lauk dansfjörinu í íþróttamiðstöð komu nemendur aftur í skólann í 3-4 manna hópum þar sem nemandi af unglingastigi var hópstjóri. Þar hjálpuðust krakkarnir að við að teikna útlínur handa sinna og klippa út. Þá var nafn hvers nemenda ritað á höndina og límt í kringum sól sem komið var fyrir á vegg í anddyri. Síðan skilaði hver hópur einni eða fleiri tillögum að slagorði skólans gegn einelti. Nemendaráð mun svo fara yfir tillögurnar og ákveða með hvaða hætti slagorðið verður valið. Þegar slagorðið verður ákveðið verður það límt í miðju sólarinnar.
Það var gaman að sjá hversu mikinn metnað og samvinnu nemendur á öllum aldri sýndu í þessu verkefni, þeim til skemmtunar og áminningar um að við þurfum öll að vera þátttakendur í því að koma í veg fyrir einelti.
Eftirfarandi tillögur komu að slagorði gegn einelti:
Berjumst á móti einelti
Berjumst gegn einelti
Burt með eineltið
Burt með leiðindin
E!nelti er BANNAÐ!
Ég er eins og ég er
Eigum við að vera vinir?
Einelti er ekki gott
Einelti er ekki liðið hér í skólanum
Einelti er ógeð
Einelti er vont
Eineltislaus skóli
Eineltislaus skóli-það er okkar skóli
Einelti sökkar
Ekki leggja í einelti
Ekki vera idjót!!!
Enginn vill fá einelti en allir vilja hafa gaman
Hafa gaman
Hjálpumst að
Höldum hópinn
Lögum þetta saman!
Nei gegn einelti
Nei við einelti
Öll börnin í skólanum eiga að vera vinir
Stöndum saman
Stopp - ég vil ekki einelti
Stopp-ég vil þetta ekki
Stoppum einelti
Það er ljótt að leggja í einelti
Þú er fullkominn :)
Verum öll vinir
Verum vinir
Verum vinir ekki óvinir
Við erum ekki brotið pússl
Við erum frábær
Við erum góð við hvort annað
Við erum öll jöfn
Við erum vinir
Við leggjum ekki í einelti hér!
Við viljum ekkert einelti
Við viljum ekki einelti
Villt þú leika með okkur
Vinátta stoppar einelti
Kirkjuvegi 1
Sími 455-2900 Frístund: 895-2915 |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 455-2900 / grunnskoli@skoli.hunathing.is