- HAGNÝTAR UPPLÝSINGAR
- Eyðublöð
- Nám & kennsla
- Nemendur og foreldrar
- STEFNUR OG ÁÆTLANIR
- Menntastefna Húnaþings vestra
- FRÆÐSLUEFNI
Dagskrá valgreinadaga
Föstudagur 27. september
14:30 – Brottför frá skólanum á Hvammstanga.
15:00 - Nemendur mæta í Reykjaskóla - dót sett á herbergi.
15:20 - Kennsla hefst í valgreinum
17:00 - Hressing sem starfsmenn koma með á stöðvar.
19:00 - Kvöldverður
20:00 - Fræðsluerindi með þátttöku nemenda. Guðmundur Kári verður með fyrirlesturþar sem farið er í sambönd, ást og kynhneigð, hvað þýðir þetta fyrir okkur og hvernig er birtingarmyndin. Aðeins rætt um fordóma og upplifun fólks á að “koma út úr skápnum”. Í stóra samhenginu erum við öll eins, lang flest í leit að hinu sama; nánd með annarri manneskju, sama hver hún er.
21:00 - Frjáls tími til 23:00 (þar á meðal sund)
22:00 - Kvöldhressing.
23:00 - Allir á herbergi - háttatími.
Laugardagur 28. september
8:00 - Morgunmatur
9:00 - Kennsla hefst í valgreinum
11:00 - Hressing sem starfsmenn koma með á stöðvar.
13:00 - Hádegismatur og gengið frá og þrifið í herbergjum.
14:00 - Allir koma saman og svara rafrænni könnum um valgreinadaga og koma með hugmyndir fyrir næstu valgreinadaga.
Áætluð brottför frá Reykjaskóla er kl. 14:20
Rútan stoppar á Norðurbraut og Hvammstanga á heimleið.
Nemendum 9. bekkjar verður skipt í hópa til að ganga frá matsal, þurrka af borðum o.þ.h.
Umsjónarkennarar raða niður í herbergi.
Það sem þarf að hafa með:
Sæng, koddi og sængurföt eða svefnpoki
Lak
Tannbursti, tannkrem
Snyrtidót
Handklæði
Náttföt
Sundföt(ef valið sem valgrein)
Inniskór
Íþróttafatnaður og vatnsbrúsi (ef valið sem valgrein)
Regnföt (Ef valið sem valgrein eldað úti)
Hlý úlpa, peysa, húa, vetlingar
Sælgæti, gos, snakk o.þ.h. er ekki leyfilegt í ferðinni.
Farsímar eru leyfðir í ferðinni.
Fararstjórar í ferðinni verða Sólrún Guðfinna Rafnsdóttir, Sara Ólafsdóttir, Rannveig Aðalbjörg Hjartardóttir og Ásgeir Hannes Aðalsteinsson.
Kirkjuvegi 1
Sími 455-2900 Frístund: 895-2915 |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 455-2900 / grunnskoli@skoli.hunathing.is