Matsteymi 016 fundur

Mættir:

Sigurður Þór, Eydís Bára, Hafdís Brynja, Bertha og Borghildur

 Skólastjóri kynnti BRAVOlesson sem er gæðakerfi fyrir gunnskóla sem skólinn hefur fengið aðgang að. Kerfið heldur utan um

  • Tækifæri til umbóta og aðgerðir til umbóta

  • Ábyrgð og tímasetningar

  • Hvernig á að meta

  • Viðmið um umbætur.

  • Gæðaviðmið, tékklista og vettvangsathuganir.

Kerfið mun því halda utan um allt innra mat skólans og gera það skilvirkara. Umbótaáætlun skólans er þegar komin inn í kerfið og það verður tekið í notkun í næstu viku. Reglulega verður hægt að kalla fram skýrslur og skólaprófíl út frá gæðaviðmiðum Menntamálastofnunar sem og stöðu verkefna í umbótaáætlun.