Kennsla komin á fullt í fjarnámi!

Í dag hafa öll teymi fundað með skólastjórnendum og notast er við fundarforritið ZOOM sem hefur gefist vel. Í næsti viku munu öll teymi funda daglega með skólastjórnendum og gera grein fyrir stöðunni, verkefnum og áskorunum sem upp koma. Svo fátt eitt sé nefnt má benda á eftirfarandi lista yfir það sem fram fór á vegum skólans í dag og í gær í fjarkennslu:

 

 • Jógahús Pálínu bauð upp á jóga í beinni sem mikil ánægja var með.

 • Fundur með öllum nemendum á netinu hjá 10. bekkjum - tókst vel og flott framtak

 • Próf hjá 10. bekk.

 • Flestir umsjónarkennarar búnir að heyra í nemendum í síma eða með öðrum tæknileiðum og stuðningsfulltrúar hafa haft samband og aðstoðað nemendur í gegnum facetime eða sambærilegan búnað.

 • Sérkennsla farið fram í gegnum netið.

 • Margir kennarar nýta dagbókarform til að hjálpa nemendum að skipuleggja daginn og krydda það með rauntengdum verkefnum og hugleiðingum. Dæmi um aðferð: 

  • Dagbókin er hugsuð fyrir nemendur til að halda rammanum sínum og einnig til að létta þeim lundina.  Það er ætlast til að þau skrái hjá sér það sem þau eru að gera námstengt.  Þau skrifa í dagbókina það sem þau eru að gera á hverjum degi og hreyfingu einnig (og það eru hugmyndir að hreyfingu).  Það eru tvö svona sprell verkefni á hverjum degi og svo velja þau úr bingói 5 verkefni af 8 til að skila okkur í dagbókinni. 
 • Unnið að tæknilausnum fyrir starfsfólk og það er að komast í gott lag hjá flestum.

 • Ritari sinnir símtölum að heiman - símanúmer skólans 455-2900 er virkt.

 • Námsráðgjafi sinnir viðtölum og ráðgjöf við nemendur í gegnum síma.

 

Góða helgi!