Kaffihús og sjoppa á árshátíð

Á árshátíðinni í kvöld mun 10. bekkur opna sjoppu áður en atriði hefjast.  Hún verður einnig opin eftir að atriðum lýkur. 

Í sjoppunni verður boðið upp á slikkerí og grillaðar samlokur.

Eftir að atriðum lýkur geta foreldrar, sem það kjósa, leitað sér skjóls í kjallara félagsheimilis þar sem kaffihús mun opna. Heitt á könnunni og kaffimeti, enginn posi á staðnum en minni hávaði en í salnum fyrir ofan.