Bekkjarfundur 9.S bekkjar

 

Rætt var um símareglur í skólanum. Skoðanir voru mjög mismunandi, sumum fannst þetta hræðilegt en öðrum fannst þetta allt  í lagi. Flestum var bara nokkuð sama.

Fram kom tillaga um að hafa einn dag í viku þar sem mætti vera með síma.

Rætt var um hvað hægt væri að gera í staðinn fyrir að vera í símanum. Okkur datt í hug spil sem gaman væri að hafa aðgang að eins og t.d. Skellur,  Alvöru skellur, Tímalína, Segðu og Skrípó

Rætt um hugmyndir fyrir leikrit. Ýmsar hugmyndir ræddar, eitthvað sem mun koma í ljós á árshátíðinni!