57. fundur nemendaráðs

57. fundur  nemendaráðs 17. maí 2022

Mættir:Róbert Sindri, Bríet Anja, Saga Ísey, Hrafney Björk, Eydís Bára, Borghildur, Sigurður.

  1. Kosningar til nemendaráðs. Kjósa þarf í 4. - 9. bekk í nemendaráð fyrir næsta skólaár. Tveir fulltrúar eru kosnir í 9. bekk. Ákveðið að kosningu skuli vera lokið í síðasta lagi 27. maí og niðurstöðum skilað til skólastjórnenda.

  2. Húsgagnamál. Nemendaráð vill fá fleiri húsgögn fyrir nemendur. 

  3. Skápar. Umræða um skápa fyrir nemendur á unglingastigi og hvort þörf sé á þeim. Gott væri að ræða það í bekkjum. Hugmynd kom fram um að nemendur í fleiri bekkjum gætu óskað eftir skáp í stað þess að úthluta.

  4. Útigæsla. Rætt um nauðsyn þess að starfsmaður sé ávallt í námunda við fótboltavöllinn og komi til aðstoðar ef þörf krefur.

 

Fundi slitið kl. 10:37