Breytingar vegna takmarkana í Húnaþingi vestra

Foreldrar og forráðamenn

Nú er komin út ný reglugerð um samkomutakmarkanir vegna COVID-19. Litlar breytingar verða á skólastarfi til og með 1. desember. 

 

  • Skóli mun áfram hefjast kl. 8:20 og kennslu lýkur kl. 13:30 mánudaga-miðvikudaga, kennslu lýkur kl. 13:00 fimmtudaga og föstudaga.

  • Þann 18. nóvember verður leyfilegt fyrir börn á grunnskólaaldri að stunda íþróttir. Sundkennsla verður hjá 1. - 7. bekk eftir því sem veður leyfir.

  • Frístund færist í fyrra horf á suðurgangi.

  • Grímuskylda fellur niður hjá nemendum í 5. - 7. bekk (einnig í skólabílum)

  • Símar eru ekki lengur leyfðir hjá 5. - 7. bekk þar sem engin fjarlægðarmörk gilda um þau í kennslustundum eða í útiveru.

  • Reglur um blöndun, fjölda, grímunotkun og nálægð gildi ekki á útisvæðum skólans.

  • Matur verður áfram skammtaður í stofur

 

Skólastjórnendur