- HAGNÝTAR UPPLÝSINGAR
- Eyðublöð
- Nám & kennsla
- Nemendur og foreldrar
- STEFNUR OG ÁÆTLANIR
- Menntastefna Húnaþings vestra
- FRÆÐSLUEFNI
Nú er landsleikurinn Allir lesa í fullum gangi og tæplega 2.000 þátttakendur hafa lesið í rúmlega 20.400 klukkustundir, en það jafngildir 850 dögum á þeim 13 dögum sem af eru keppni. Nóg er eftir og enn bætast við nýir notendur daglega.
Til að gera lesturinn enn skemmtilegri er hér í viðhengi bókabingó Allir lesa sem hægt er að prenta út. Þetta er fyrst og fremst til gamans gert og tilvalið fyrir yngri lesendur sem vantar lestrarhvatningu en eldri lesendur geta líka fundið margt við sitt hæfi á bingóspjaldinu. Einnig má nálgast bingóið á þessari slóð hér: http://allirlesa.is/library/Myndir/B%C3%93KABING%C3%93.jpg
Deilið endilega myndum af ykkur að lesa á Instagram og Facebook með myllumerkinu #allirlesa. Frumlegasta lestrarmyndin verður valin og eigandinn verðlaunaður í lok landsleiksins!
Fleiri skemmtileg lestrarbingó má finna vef Heimilis og skóla, heimiliogskoli.is, m.a. jóla-, páska- og sumarlestrarbingó. Svo minnum við á Læsissáttmálann sem tilvalið er að leggja fyrir bekkjarforeldra.
http://www.heimiliogskoli.is/laesi/
Kirkjuvegi 1
Sími 455-2900 Frístund: 895-2915 |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 455-2900 / grunnskoli@skoli.hunathing.is