Bílaverkefni hjá 2. bekk

Undanfarnar vikur hafa nemendur í 2. bekk verið í þemavinnu um bílinn. Það var unnið með fjölbreytni í vinnubrögðum sem reyna t.d á sköpunargleði og þjálfa hug og hönd.

Þau kynntust sögu bílsins og hvaða áhrif hann hefur á okkar daglega líf, kosti hans og galla og jafnframt  hvaða áhrif bílar og farartæki hafa á umhverfið.

Þessari vinnu lauk síðan með að foreldrum var boðið í vinnu í bílaverksmiðju bekkjarins. Viðfangsefnið þar var að búa til bíla og farartæki úr kössum, brúsum og öðrum efnivið sem til fellur á hverju heimili og fer jafnan í endurvinnslutunnuna.

Allir foreldrar tóku virkan þátt í þessu verkefni og afraksturinn var glæsilegur. 

Myndir frá bílaverksmiðjunni má sjá með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan:

Bílaverkefni í 2. bekk