Bekkkjarfundur hjá 7. bekk

Bekkjarfundur þriðjudaginn 17.sept

  1. Hrós fyrir stillta og fagmannlega frammistöðu í kosningum fyrir nemendaráð. Niðurstöður verða kynntar þegar allir hafa kosið en það vantaði tvo þennan dag.
  2. Bekkjarreglur kynntar og hengdar uppá vegg.
  3. Allir fengu að segja hvernig helgin hafi verið hjá þeim.
  4. Spenna og tilhlökkun fyrir Reykjaskóla rædd.
  5. Áframhaldandi „höfuð í bleyti“ fyrir árshátíð.
  6. Umsjónarkennari talaði um mikilvægi þess að vera ekki að láta illa í tímum, frekar að nýta tímann og klára verkefni dagsins frekar en að þurfa að læra heima. Sama hvaða kennari eða hvaða fag er í gangi.