Bekkjarþing á unglingastigi

Við ætlum að halda bekkjarþing á unglingastigi n.k. þriðjudag, 1. nóvember kl 10:30.

Þingið mun taka klukkustund og er mjög mikilvægt að það mæti einhver fullorðinn frá hverju heimili.

Á þinginu gefst foreldrum og nemendum tækifæri til að vinna saman að endurskoðun símareglna sem hefur verið aðkallandi í alltof langan tíma.  Við hefjum þingið á stuttri kynningu á núverandi reglum og hvernig gengur að framfylgja þeim.  Í framhaldinu verður skipt í hópa þar sem öllum gefst færi á að segja sína skoðun og koma með athugasemdir. Við endum svo á stuttri samantekt þar sem hver hópur fær tækifæri til að kynna sínar helstu niðurstöður.

Þessar niðurstöður verða svo notaðar við endurskoðun reglnanna.

Við viljum biðja foreldra/forráðamenn að tilkynna til umsjónarkennara hver mætir á þingið frá ykkar heimili.

Hlökkum til að vinna með ykkur að þessu spennandi verkefni.