Bekkjarþing

Núna um þessar mundir er verið að vinna að gerð nýrrar menntastefnu fyrir Húnaþing vestra.

Liður í því ferli er að fá sem flesta að borðinu um hvernig megi vinna að áhersluatriðum.  Því ætlum við að kalla til svokallaðra Bekkjarþinga þar sem foreldri/forráðamaður kemur með barni sínu og tekur þátt í hringborðsumræðu um hvernig við getum stutt við og gert skólastarf í sýslunni enn betra. 

Haft verður samband við foreldra/forráðamenn á næstu dögum með tímasetningum þinganna. 

Við erum einstaklega spennt að taka á móti foreldrum í þessa vinnu þar sem foreldrar hafa haft lítið tækifæri til að koma inn í skólann síðasta árið vegna einhvers ;)