Bekkjarfundur hjá 7. bekk

  1. Nemendur beðnir um að vara sig á hálkunni á leið sinni í morgunmat og hádegismat. Sumir hafa gert það að leik sínum að standa og láta sig renna niður brekkuna á klakanum en með því eru stórauknar líkur á því að nemendur detti og meiði sig, jafnvel brotni!
  2. Rætt um að borðtenniskúlur mættu vera fleiri og jafnvel í fleiri litum. Nemendur telja að sumir séu að skemma þær!
  3. Styttist í öskudaginn. Búningamál rædd. Engin endanleg ákvörðun tekin en allir beðnir um að hugsa út í búninga og fá hugmyndir.
  4. Nemendur minntir á að nú styttist í heimaupplestrarkeppnina sem verður í mars. Æfingar ættu að geta hafist fljótlega.
  5. Dótadagur/frjáls dagur/náttfatadagur. Umræður um hvort hægt væri að gera eitthvað skemmtilegt. Tekið ágætlega í það en engin dagsetning ákveðin.

 

Fleira ekki tekið fyrir, fundi slitið!