Bekkjarfundur hjá 6. bekk

Mál rædd sem komu upp úr hugmyndaboxi.

  1. Sparkvöllur, yngri krakkarnir fá að vera inni á sparkvellinum þegar að miðstigi er úthlutaður tími. Ósanngjarnt að allra mati. Vilja úthlutað föstum tímum.
  2. Mikill troðningur í fatahengi, skórnir sparkast út um allt. Stóru krakkarnir sitja í horninu við gluggann þó það sé svæði 6. bekkjar.
  3. Vantar körfur í fatahengi til að setja í húfur og vettlinga.
  4. Ræddar óskir um leiktæki á skólalóð, aparólu, hjólabrettabraut. Í framhaldinu  rædd sú ósk að hér væri skautasvell á veturna.
  5. Mikil ilmvatnslykt er á stelpuklósetti og eldri stelpur loka alltaf að sér, yngri nemendur þora ekki inn.
  6. Allir þurfa að vanda sig, sýna meiri kurteisi.

Fleira ekki tekið fyrir, umsjónakennari ritaði fundargerð.