Bekkjarfundur hjá 6. bekk

1.  Nemendur benda á að stundum megi passa betur upp á samstarf í heimilisfræði.  Stundum er annar hópaaðilinn að taka yfir og leyfir ekki hinum að taka fullan þátt.

 

2.    Rætt um sætaskipan í matsal.  Hefur gengið vel en við höldum áfram að fylgjast með.

 

3.    Nemendur létu vita af aðila sem hefur verið að kalla þau óviðeigandi nöfnum.  Umsjónarkennari mun ræða við umsjónarkennara þess aðila.

 

4.    Enn virðist bera á því að nemendur séu að sleppa því að fara í sturtu eftir íþróttatíma. Umsjónarkennari ræddi málið.

 

5.    ​Rætt um samskipti í frímínútum varðandi kastalann.  Það er enginn einn sem hefur meiri rétt á að leika í honum.  Ef fleiri vilja bætast í hópinn þá er það alltaf í boði.