Bekkjarfundur hjá 4. bekk

Bekkjarfundur 4. bekkjar, 12. sept. 2019.

Málefni sem rædd voru:

  • Nemendum finnst heyrast illa í skólabjöllu bak við skólann (að austan verðu).
  • Nemendur ræddu troðning í fatahengi sem þeir telja að megi forðast með betra skipulagi.
  • Rætt var um hvers vegna ekki mætti fara á reiðhjólum í mat.
  • Nemendum finnst að setja þurfi reglur um notkun hreystibrautar.
  • Rætt var um snyrtimennsku í bekkjarstofu.  Þar standa nemendur 4. bekkjar sig vel en fengu ábendingu um hvernig hægt væri að gera enn betur.
  • Farið yfir eineltishringinn, hann skýrður og nokkrar umræður um einelti.