Bekkjarfundur hjá 4. bekk

Haldinn var bekkjarfundur hjá 4. bekk þriðjudaginn 5. mars og rætt var um eftirfarandi atriði:

  • Óæskilega hegðun og nemendur ætla að æfa sig í að draga úr hávaða,
  • Hafa hljóð þegar aðrir eru að tala hvort sem er kennari eða nemandi,  
  • Minnka óæskilega hegðun og hvernig bregðast má við óæskilegri hegðun annarra bekkjarfélaga.
  • Rætt var um hópaskiptingu og hvernig við komum fram við þá nemendur sem við erum sett í hóp með.
  • Rætt var um skipulag á öskudag.