Bekkjarfundur hja 2. bekk 19. okt

 

Nemendur ræddu um líðan sína í skólanum, úti í frímínútum og í tímum. Einnig hvernig þeim gengur að vakna og hafa sig af stað út í daginn.

Undanfarnar vikur eru nemendur búnir að æfa sig í að vera hjálpsamir. Þau hafa tekið miklum framförum. Núna ætlum við öll að æfa okkur í að  #hlusta vel hvort á annað# og allir ætla að gera sitt besta í því.

 

Endað var á verkefni í tengslum við Komdu og skoðaðu líkamann. Allir hafa allskonar tilfinningar. Við skoðuðum myndir af andlitum og fundum út hvaða andlitssvipur tjáir hinar ýmsu tilfinningar. Þetta var rætt fram og aftur, nemendur komu svo með sínar útskýringar á hvað væri  að vera: ánægður, hamingjusamur, æstur, leiður o.s.frv. og hvernær þau finndu fyrir þessum tilfinningum.

Allir vönduðu sig og voru duglegir að fara eftir fundarreglunum