Bekkjarfundur hjá 1. bekk

Haldinn var bekkjarfundur 12. september þar sem við ræddum um samskipti bekkjarfélaga og skólafélaga.

Við ræddum um hvernig við komum fram hvort við annað. 

Við hrindum ekki, við lemjum ekki og spörkum ekki.

Við tökum alls ekki utan um hálsinn á hvort öðru þegar við reiðumst eða verðum pirruð út í aðra.

Allir voru mjög meðvitaðir um að þetta væri eitthvað sem ekki mætti gera.

Síðan sömdum við reglur til að fara eftir í skólanum til að öllum geti liðið sem best. 

Þau segja að þeim líði vel í skólanum og það sé mjög gaman í honum​.