Bekkjarfundur 9.E bekkjar

Ræddum hvernig fyrirmyndar nemandi og fyrirmyndar starfsmaður sé.

Ræddum um breytingar á bláa ganginum.

Árshátíð var rædd hvort að það væru einhver draumahlutverk og hversu stór hlutverk hver og einn vildi.

Sætaskipan hvernig við ætluðum að hafa það í framtíðinni.

Tíðar klósettferðir þar sem nemendur eru grunaðir um að fara í símana sína voru ræddar og mega þeir alveg búast við því að þeir verði beðnir um að geyma símana í stofunni á meðan.

9. E fékk hrós. Kennari hrósaði bekknum fyrir að vera dugleg og vinnusöm.

Fundi slitið.