Bekkjarfundur 9. bekkjar

Dregið í sæti. Lét nemendur vita af því að svæðið fyrir framan kennarainnganginn væri ekki leiksvæði. Það hafa einhverjir nemendur gengið dálítið í harða pappírinn til þess að gera skutlur úr honum. Nemendur sem fá lánaðar tölvur þurfa að muna eftir að skila þeim. Tölvurnar eru ekki til þess að leika sér í frímínútum. Ræddum aðeins um reglur. Hver er tilgangurinn með þeim? Til hvers eru umferðareglur, útivistarreglur!. Sagði nemendum frá fyrirhugaðri stærðfræðikeppni sem heitir Bangeakeppni. Skráði niður þá sem hafa áhuga á að taka þátt í henni. ​