Bekkjarfundur 8. bekkjar

Bekkjarfundur hjá 8.bekk þriðjudaginn 27.apríl .

 

Umsjónarkennari stýrði fundi og skrifaði fundargerð.

 

Dagskrá:

  1. Borðaskipan. Dregið var um borðaskipan sem gildir fram að næsta bekkjarfundi.

  2. Umsjónarmenn. Dregið var úr sætismiðum að tillögu Sigrúnar Heiðu. Það kom í hlut Mána og Steinunnar að verða næstu umsjónarmenn.

  3. Vinnufriður og að nýta kennslustundir. Umsjónarkennari minnti á að vinnufriður ætti að vera í tímum. Nemendur sammála því. Þá minnti umsjónarkennari á að nýta vel kennslustundirnar, taka strax upp bækur og byrja að vinna.

  4. Nokkrar stelpur kvörtuðu undan því að 4 strákar í bekknum væru sífellt að angra eina bekkjarsystur sína. Málið rætt og strákarnir lofuðu að hætta í.

  5. Bekkjarkvöld. Nemendur hafa áhuga á að halda bekkjarkvöld. Umsjónarkennari ætlar að athuga hjá skólayfirvöldum hvað má út af covid. Lætur nemendur vita í vikunni.

  6. Fjöruferð. Hugmynd kom fram að nemendur færu í fjöruferð. Þeim var sagt að á vikudögunum seinast í maí væri í athugun að fara í fjöruferð.

  7. Rætt var um hlutverkagreiningu kynjanna.

  8. Spurt var aftur um hvenær hoppubelgurinn opnar.