- HAGNÝTAR UPPLÝSINGAR
- Eyðublöð
- Nám & kennsla
- Nemendur og foreldrar
- STEFNUR OG ÁÆTLANIR
- Menntastefna Húnaþings vestra
- FRÆÐSLUEFNI
Bekkjarfundur í 8.bekk þriðjudaginn 20.apríl 2021.
Umsjónarkennari skrifaði fundargerð og stýrði fundi.
Borðaskipan. Dregið var um sæti
Umsjónarmenn. Hrafney og Sigrún Heiða buðu sig fram og var það samþykkt.
Hvernær er vinadagurinn okkar. Verður á föstudaginn kl 12:00 og kannski líka hluta af dönskutímanum.
Vinnufriður. Ræddu nemendur um vinnufrið og biðja bekkjarfélaga sína um að hafa betri vinnufrið.
Fleiri stráka í bekkinn. Stelpurnar óska eftir þessu. Umsjónarkennari svarar því að það sé ekki okkar að ákveða það.
Lesa í yndislestrartímum. Nemendur segja að margir yndislestrartímar falli niður hjá kennurum. Umsjónarkennari benti þeim á að þetta sé á þeirra valdi. Ef allir eru með bók og séu samviskusamir að lesa þá séu meiri líkur á að þeir falli ekki niður.
Að fá að hjálpa í 1.bekk. Nokkrir nemendur óska eftir að fá að hjálpa til oftar við kennslu í 1.bekk
Banna rakspíra. Nokkrar stelpur kvarta yfir því að of sterk lykt sé á ganginum af sumum strákum. Bent á að erfitt sé að hafa áhrif á þetta.
Góðan dag. Sú tillaga kom fram að nemendur standi upp og bjóði kennurum góðan dag í upphafi kennslustundar. Samþykkt.
Sú hugmynd kom upp að nemendur fari og tíni rusl í nátturufræðitíma. Verður athugað seinna í vor
Hoppubelgur. Nemendur spurðust fyrir um það hvenær hoppubelgurinn verður tekinn í notkun í vor.
Jákvæðni. Allir ætla að reyna að vera jákvæðir út skólaárið
Kirkjuvegi 1
Sími 455-2900 Frístund: 895-2915 |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 455-2900 / grunnskoli@skoli.hunathing.is