Bekkjarfundur 8. bekkjar

 

Dagskrá:

  1. Sætaskipan

  2.  Næði í tímum, betri vinnufriður.

  3.  Önnur mál.

 

  1. Rætt um sætaskipan í 8.bekkjarstofu. Málin rædd fram og til baka. 3 tillögur komu fram:

  1. Óbreytt sætaskipun

  2. Draga um sæti annars vegar hjá stelpum og hins vegar hjá strákum.

  3. Þeir sem vilja skifta um sæti.

Miklar umræður um þetta. Síðan var atkvæðagreiðsla um þessar tillögur. Tillaga a fékk flest atkvæði og því samþykkt.

Umsjónarkennari sagði þessa tillögu gilda næstu viku til næsta umsjónartíma. Verður breytt ef ekki er góður vinnufriður.

 

      2. Rætt um vinnufrið og næði í tímum. Nemendur sammála um að betri vinnufriður þurfi að vera. Nemendur leggja til að fá 5-10 mín pásu í bóklegum 60 mínútna tímum. Umsjónarkennari sagði að hver og einn kennari myndi taka þá ákvörðun. Lofa betri vinnufrið og vinnusemi á móti. Lofa einnig að koma strax og kallað er á þau og byrja strax að vinna aftur.

 

      3.  Önnur mál. 

Jóhann Lukas bauðst til að kenna nemendum þýsku. Ákveðið að Jóhann Lukas og Kristó skrifi eitt orð á viku á töfluna sem nemendur reyna að læra.

Þessa vikuna er það orðið: strákur

Þýska: junge

Pólska: chtopiec