Bekkjarfundur 8. bekkjar

Farið yfir reglur sem við ætlum að fylgja

 • Símabann:
  • Símar sem sjást eru umsvifalaust teknir og geymdir inni á skrifstofu skólastjórnenda, nemandi sækir hann þangað eftir að skóla lýkur.
  • Ef nemendur fá leyfi til að nota símann sinn við verkefnavinnu í kennslustund þarf kennari að gefa leyfið áður en sést til símans og hann einungis notaður inni í kennslustofunni.

 

 • Kennslustundir:
  • Ef nemandi fer út úr skólastofunni á milli kennslustunda þar sem ekki eru skipulagðar frímínútur á milli kennslustunda fær hann S (seint) í kladdann.
   • Á milli slíkra kennslustunda þarf leyfi frá kennara til að fara út úr skólastofunni (eins og í öllum kennslustundum).
 • Ef nemandi mætir 10 mínútum eða seinna í kennslustund telst það sem óheimil fjarvist.
 • Ráp í stofunni og/eða á milli stofa er ekki í boði.
 • Skutlukast er ekki leyft í kennslustundum.
 • Ef nemendur eru í annari kennslustofu en sinni heimastofu þá ganga þeir frá borðum og hengja upp stóla eftir sig, taka af borðum og gólfum ef við á. Sinni heimastofu á að ganga vel frá eftir hvern kennsludag.

 

 • Kennaraaðstaða:
  • Við enda Bláagangs í norðurhluta skólans tekur kennarasvæði við, þangað eru nemendur velkomnir eigi þeir þangað erindi en svæðið er ekki ætlað sem leiksvæði eða til þess að fikta í tækjabúnaði sem þar er.

 

Önnur mál

 • Rætt um lengingu skóla á föstudögum, fjölbreytni í morgunmat og fleira sem Rannveig getur veitt upplýsingar um.

 

Dregið í sæti og skipt um umsjónarmenn.
Umsjónarmenn eru Guðmar og Bella.