Bekkjarfundur 7. bekkjar

1. Rætt var um mikilvægi þess að hafa góðan bekkjaranda. Fórum í gegnum spurningar eins og hvernig við komum fram við hvert annað, hvernig við heilsumst og kveðjumst, hvað við gerum þegar einhverjum verður á í messunni. Einnig atriði eins og þegar ókunnir kennarar kenna bekknum í forföllum. Hvernig bekkurinn getur passað upp á hvort annað, hvernig við pössum upp á þá sem eru einir, hvernig við getum hjálpað samnemendum og að lokum ræddum við hvernig bekkjarandinn er dagsdaglega.

Miklar umræður við hverja spurningu og allir duglegir að taka þátt í umræðum.

2. Skipt var um sæti í lok tímans.

3. Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið.