Bekkjarfundur 7. bekkjar

  1. Reykjaskólaferðin

Aðeins rætt um Reykjaskólaferðina, hvernig gekk og fleira. Rætt um mikilvægi þess að allir séu vinir og að bekkurinn eigi að passa uppá að enginn sé hafður útundan.

 

  1. Árshátíðin

Góðar umræður voru um kynningaratriðin sem 7. bekkur sér um.  Allir sammála um að kynningarnar þurfi að vera skemmtilegar og hnyttnar.

 

  1. Símareglur

Farið yfir hvernig gengi að vera án símans í skólanum. Farið var yfir hvað hægt væri að gera í staðinn fyrir að hanga í símanum. Gaman væri að rifja upp leiki sem allir gætu tekið þátt í.

 

  1. Hafa hljóð (vinnufrið) í bekknum

Ræddum um tákn sem við höfum til að ná hljóði sem fyrst í bekknum til að fá meiri vinnufrið. Táknið okkar rætt og æft!