Bekkjarfundur 6. bekkjar

  1. Rætt um mikilvægi þess að fara í sturtu eftir íþróttir, einnig segja reglur skólans til um það og eiga þess vegna allir að fara eftir því.
  2. Niðurstöður Skólapúlsins ræddar. Nokkrir aðilar sögðust ekki telja sig geta lært og var farið yfir ástæður þess og hvaða úrlausnir séu í boði. Bent á heimavinnuaðstoð til að styrkja þessa einstaklinga.
  3. Eineltiskönnunin er á næstu dögum og fórum við yfir mikilvægi þess að lesa vel yfir spurningarnar, að segja satt og rétt frá og líka að hengja sig ekki á gamla atburði.
  4. Annars eru flest allir kátir og hressir, fundi slitið.