Bekkjarfundur 6. bekkjar

Bekkjarfundur 14. september 2021

  1. Mötuneytismál, sjá trúnaðarbók.

  2. Nemandi vill meiri leiklist í skólann og við ræddum það og fundum leiðir til að bæta því við verkefnin okkar fyrir þá sem vilja. Og þá barst talið að árshátíð og þar eiga allir að taka þátt….

  3. Vilji/þrá er fyrir að fá að skjóta á körfu. Ræddum hvort mögulega væri hægt að reyna að fá körfu á skólalóðina á meðan verið er að græja umhverfið. Ákváðum að á næsta fundi verði skólalóðin tekin fyrir og hugmyndir settar á blað fyrir nemendaráðsfulltrúann að fara með á nemendaráðsfund.

  4. Blað hengt upp á vegg þar sem nemendur geta komið með hugmyndir, sett atriði á dagskrá næsta bekkjarfundar.

  5. Ræddum útiveru í frímínútum og þar með hvort hægt væri að einn og einn bekkur fengi að vera inni í frímínútum. Sent áfram á nemendaráðsfund.

  6. Fleira ekki tekið fyrir á þessum dásamlega fundi.