Bekkjarfundur 4. bekkjar

Bekkjarfundur haldinn 3. mars og rætt um líðan barna á yngsta stigi í skólanum. Við fórum yfir hvort þau sæu eða héldu að það væru einhver börn sem hefðu t.d. ekki leikfélaga í frímínútum. Við ræddum líka um það hvað ætti að gera þegar kemur upp ósætti milli nem. t.d. í frímínútum og hvernig bregðumst við þegar við verðum vitni að árekstrum eða slagsmálum. Góðar umræður voru í bekknum um þessi mál.