Bekkjarfundur 4. bekkjar

Bekkjarfundur 4. bekkjar, 3. okt. 2019.

Málefni sem rædd voru:

  • Nemendur ítrekuðu að lítið heyrðist í skólabjöllu bak við (austan við) skólann.
  • Leiktæki á skólalóð voru rædd og lýstu nemendur áhyggjum sínum af vegasalti sem þeir töldu vera í döpru ástandi, bæði handföng og stuðpúðar væru úr lagi gengin.
  • Nemendur óskuðu eftir búningadegi.  Ákveðið að á morgun (föstudaginn 4. okt.) væri nemendum heimilt að mæta í furðufötum.

Fleira ekki rætt.