- HAGNÝTAR UPPLÝSINGAR
- Eyðublöð
- Nám & kennsla
- Nemendur og foreldrar
- STEFNUR OG ÁÆTLANIR
- Menntastefna Húnaþings vestra
- FRÆÐSLUEFNI
Bekkjarfundur 4.bekkjar 29.nóvember 2022
# Byrjað á því að fara yfir rýmingaráætlun skólans og margt rætt í kringum hana.
# Næsta mál á dagskrá var spjall um fyrirhugaða gleði næsta föstudag ef nemendur ná að vinna sér inn restina af stjörnunum sem þau eru að safna. Ákveðið hvernig skemmtunin á að vera og hvað megi koma með með sér. Má koma í búningum, með hæfilegt magn af nammi/snakki og eins drykki, en ekki gos. Eins má koma með dót.
# Kennari fór yfir morgundaginn og að hún sé að byrja á eineltisviðtölum og verði í því næstu daga.
# Samskipti innan og utan bekkjar rædd og eins hegðun í matsal. Ýmislegt sem þarf að bæta, bæði nemendur bekkjarins og eins utan hans.
# Fótboltavöllurinn ræddur einu sinni enn og benti kennari á að það þurfi að vera svolítið rúllandi hvað hver gerir á vellinum. Kennari hefur fengið kvartanir yfir því að það þurfi alltaf að vera þeir sömu í marki og þeir ekki sáttir.
Skólinn allt í einu búinn og fundi slitið í flýti.
Kirkjuvegi 1
Sími 455-2900 Frístund: 895-2915 |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 455-2900 / grunnskoli@skoli.hunathing.is